Innri friður á hálftíma
Nýjung í viðburðum fyrir starfsmannahópa
Blanda af stuttri hugleiðslu og róandi tónum söngskála, sem eru sérstök hljóðfæri með einstökum hljóm.
Viðburðurinn fer þannig fram að fólk situr í stólum eða liggur á jógadýnum (ef þannig aðstaða er fyrir hendi). Fyrst er stutt hugleiðsla og síðan taka hljóðfærin við.
Hver tími getur verið um 30 mínútur eða eftir nánara samkomulagi.
Ef um stóran vinnustað er að ræða, er hægt að skipta hópnum og hafa tvo viðburði í röð.
Þessi aðferð getur dregið úr streitu og hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem upplifir mikið hugrænt álag. Þess vegna er tilvalið að bjóða starfsfólki upp á þennan viðburð reglulega, til dæmis einu sinni í viku.
Berglind Baldurs sér um viðburðinn. Hún hefur leitt slökunartíma á nokkrum jógastöðvum síðustu árin og hefur einnig haldið vinnustofur fyrir jógakennara og fleiri sem vilja læra að spila á söngskálar.