Hlýtt ullarteppi fyrir barnavagn eða bílstól.
Munstur: Hálfklukkuprjón og heklaður kantur. (Falskt klukkuprjón, e. fisherman’s rib).
Hálfklukkuprjón lítur út eins og klukkuprjón en er ekki eins þykkt og það þarf ekki eins mikið garn.
Garn: Kambgarn eða svipað hlýtt garn.
Prjónastærð 5, 80-100 cm hringprjónn.
Fitja upp 125 eða 165 lykkjur til að ná 70 eða 90 cm breidd. Fjöldi lykkja (án kantlykkju) á að vera deilanlegur með 4 + 3 til að munstur komi rétt út: Reiknað út svona: 125 ly – 2 kantlykkjur -3 = 120/4 = 30 (þarf að enda á sléttri tölu). 125 lykkjur þýða að munstur er endurtekið 30 sinnum.
Dæmi um liti: Blátt, hvítt, dökkbleikt, grænt. (Um 6-8 dokkur alls.)
Aðferð
Prjóna slétt í fyrstu og síðustu umferð (áður en fellt er af).
UMFERÐ 1: Prjónið 1 kantlykkju, * 3 l sl, takið 1 l eins og prjóna eigi hana br með bandið fyrir framan stykkið *, endurtakið frá *-*, endið á 3 l sl, 1 kantlykkja með garðaprjóni.
UMFERÐ 2: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, 1 l sl, * takið 1 ly óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, með bandið fyrir framan stykkið, 3 ly sl *, endurtakið frá *-*, endið á að taka 1 ly óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna með bandið fyrir framan stykkið, 1 ly slétt og 1 kantlykkja með garðaprjóni (slétt).
Endurtakið umf. 1 og 2.
Munstur (miðað við 4 liti)
*4 umferðir bleikt
*4 umferðir hvítt
*3 umferðir blátt
*4 umferðir hvítt
*2 umferðir grænt
*4 umferðir hvítt
*3 umferðir blátt
*4 umferðir hvítt
Endurtaka *til* þar til teppið nálgast valda lengd. Þá er munstrið endað á sama lit og var byrjað á.
Breytt um liti: Gott að nota 1 ljósan grunnlit (hér hvítt) og 3 liti í rendur.
Bleikt (litur 1), hvítt (litur 2), blátt (litur 3), grænt (litur 4)
Algengar teppastærðir ungbarna og smábarna eru 70 x 90 cm, 70 x 100 cm, 90 x 100 cm.
Heklaður kantur „Skeljar“
Grænn litur (eða annar litur úr teppi).
Heklunál nr. 4.
Hekla fyrst eina umferð einfalt hekl.
Farið 4 x ofan í eina lykkju.
1. Slá bandi upp á heklunálina, ofan í lykkju og draga bandið upp í gegnum allar 3 lykkjurnar sem eru á heklunálini.
2. Slá bandi upp á heklunálina, draga bandið gegnum 2 lykkjur, endurtaka. (Tvöfaldur stuðull.)
3. 1 loftlykkja.
4. Slá bandi upp á heklunálina, draga bandið gegnum 2 lykkjur, endurtaka.
5. Slá bandi upp á heklunálina, ofan í lykkju og draga bandið upp í gegnum allar 3 lykkjurnar sem eru á heklunálinni.
6. Festa og byrja aftur.