Höfundur Brian Tracy
Tímastjórnun – námstækni
Það er einfaldlega ekki nægur tími til að gera allt sem er á verkefnalistanum okkar – og það verður það aldrei. Árangursríkt fólk reynir ekki að gera allt. Það lærir að fókusa á mikilvægustu verkefnin og ganga úr skugga um að þeim sé lokið. Þau borða froskana sína.
Borðaðu froskinn! sýnir þér hvernig á að skipuleggja hvern dag svo þú getir miðað út þessi veigamiklu verkefni og lokið þeim á skilvirkan og árangursríkan hátt.
Þessi bók getur gjörbreytt lífi þínu, en hún sér til þess að þú náir að klára fleiri mikilvæg verkefni – í dag!
Efnisatriði
- Tímastjórnun
- Markmiðasetning
- Frestunarárátta
- Bækur fyrir námstækni
„Í stuttu máli, þá gengur sumu fólki betur en öðru því það gerir hlutina öðruvísi og gerir réttu hlutina rétt.
Sérstaklega árangursríkt, hamingjusamt og happasælt fólk, en það notar tímann sinn margfalt betur en venjuleg manneskja.“
— Brian Tracy, höfundur
„Borðaðu froskinn er ein af mínum uppáhaldsbókum sem ég reyni að kíkja reglulega í. Bókin er alþjóðleg metsölubók eftir Brian Tracy og er lýsing á 21 leið til að hætta að fresta og afkasta meiru á styttri tíma, eins og stendur á forsíðunni.
Mæli með þessari bók fyrir alla!“— Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar
Hjá Brian Tracy er það að borða frosk myndlíking fyrir að tækla það verkefni sem er þín mesta áskorun — en líka það sem getur haft jákvæðust áhrif á líf þitt.
Borðaðu froskinn sýnir þér hvernig á að skipuleggja hvern dag svo þú getir miðað út þessi veigamiklu verkefni og lokið þeim á skilvirkan og árangursríkan hátt.
Bókin kennir einnig leiðir til að
draga úr streitu, stjórna áreiti og auka afköst.
Atriðaskrá
Aftast í bókinni er atriðaskrá. Þar er á einfaldan hátt hægt að fletta upp því atriði sem þú ert að leita að hverju sinni.