Námskeið

Námskeið í tónheilun 2025

Næsta námskeið verður í byrjun janúar.

Vinnustofa – Langar þig að læra tónheilun?

Fyrir hverja?

Vinnustofan er sérstaklega hugsuð fyrir þau sem langar að halda tíma í tónheilun og læra grunnatriðin í að spila á kristalsskálar. Tónheilun er hægt að nota eina sér eða til dæmis með jóga nidra, núvitund, hugleiðslu, með nuddi eða í kennslustofum.

Hver kennir?

Leiðbeinandi á vinnustofunni er Berglind Baldurs.

Berglind kynntist tónheilun fyrst fyrir um 8 árum. Undanfarin ár hefur hún verið með fasta tíma í djúpslökun með tónheilun og líka staka viðburði. Hún hefur meðal annars verið með tíma í tónheilun hjá Yoga líf í Kópavogi, Yogavitund í Garðabæ og hjá Jógaveru á Akranesi.

„Þetta var frábært námskeið sem er góður grunnur að byggja á fyrir þá sem vilja læra að spila á kristalsskálar. Virkilega gaman að læra á þessar fallegu skálar og fínt hvað hópurinn var lítill svo allir fengu að æfa sig.“

— Eva Hrund Egilsdóttir

Hér er hægt að skrá sig á biðlista fyrir næstu vinnustofu: litilskref@litilskref.is

Hvað þarf að hafa með?

  • Stílabók og skriffæri
  • Létt snarl ef þú vilt
  • Gott að vera í þægilegum fötum
  • Kristalsskál og áhöld ef þú átt þannig (ekki skylda)
  • Á staðnum eru dýnur, teppi, púðar, glös, vatn og te

Hvað verður kennt?

  • Grunnþjálfun í tónheilun
  • Hvernig við hlustum, skynjum og upplifum tónana
  • Þú færð æfingu í að spila á fleiri en eina skál í einu
  • Þú lærir að beita mismunandi áhöldum
  • Uppbygging tíma, hvernig tónheilun fer fram og hvað þarf að hafa í huga
  • Tímastjórnun
  • Líkamsbeiting
  • Það verða kristalsskálar og áhöld á staðnum sem þú æfir þig á (til viðbótar við þína eigin ef þú átt)
  • Þú færð að kynnast fleiri hljóðfærum og hvernig þau eru oft notuð í tónheilun
  • Þú færð vinnubók með helstu upplýsingum

*Takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði svo það verði nægur tími í æfingar.

Eftir vinnustofuna ættirðu að hafa góðan skilning á tónheilun og finna meira öryggi við að byrja að spila fyrir aðra.

Scroll to Top