Verkefnahefti 2 fyrir unglingastig
Sérverkefni sem eru ótengd skáldsögu
Kennsluefni fyrir unglingastig grunnskóla (8.-10. bekk), alls um 80 kennslustundir. Til viðbótar við verkefni um gervigreind, ritun, fjölmiðla og þýðingar, eru ýmis samfélagsleg mál rædd sem eru mikilvæg í dag. Hafið samband við útgefanda í netfangið [email protected] til að panta efni eða fá nánari upplýsingar.
(Kynningin gæti verið lengur að opnast ef nettenging er hæg.)
Kynning á verkefnahefti fyrir unglingastig (ótengt skáldsögunni)Verkefnahefti 1 – Á morgun, þegar stríðið hófst
Verkefnahefti við ungmennabókina Á morgun, þegar stríðið hófst. Námsefnið er fyrir 9.-10. bekk grunnskóla. Það er um 85 kennslustundir fyrir utan kaflaspurningar (24 blöð/150 spurningar) og 4 krossapróf.
Til viðbótar við málfræðiverkefni, ljóðaskrif, skriftaræfingar, þrautir og fleira, eru ýmis samfélagsleg mál rædd sem eru mikilvæg í dag. Þar á meðal eru verkefni sem ýta undir gagnrýna hugsun og hópumræður, meðal annars um vopn, stríð, ofbeldi, styrkleika, vináttu og fleira. Hafið samband við útgefanda í netfangið [email protected] til að panta efni eða fá nánari upplýsingar.
Nánari lýsing á bókaflokknum er neðar á síðunni.
(Kynningin gæti verið lengur að opnast ef nettenging er hæg.)
Kynning á námsefni eftir Bergmál útgáfu.Tilgangur bókanna
Að ýta undir lestraráhuga, lesskilning og orðaforða unglinga, sérstaklega stráka.
#1

Ellie og vinir hennar ákveða að fara í útilegu í óbyggðum Ástralíu, djúpt ofan í gili sem kallast Víti. Þegar þau snúa aftur heim komast þau að því að óvinaher hefur ráðist inn í landið og að fjölskyldur þeirra eru horfnar.
Um höfundinn
John Marsden er ástralskur grunnskólakennari og rithöfundur sem hefur kennt börnum og unglingum í áratugi. Honum fannst mikil þörf vera á bókum sem höfðuðu til unglingsstráka, sem honum fannst ekki ná jafnmiklum árangri í lestri og stelpur. Hann ákvað því að skrifa bókaflokkinn Á morgun-serían, sem eru alls 7 bækur.
Tilgangur John Marsden með skrifunum var að ýta undir lestraráhuga, lesskilning og orðaforða unglinga, sérstaklega unglingsstráka, sem honum fannst vanta bækur sem vöktu áhuga þeirra.
Þetta er vinsælasti ungmennabókaflokkur í Ástralíu.
Söguhetjurnar
Söguhetjurnar eru hópur unglinga sem voru í útilegu í óbyggðum Ástralíu þegar ráðist var inn í landið. Fjölskyldur þeirra og vinir eru horfin, og þau reyna af öllum mætti að berjast á móti innrásarhernum til að bjarga sínu fólki.
Sagan gefur innsýn í lífið á hernumdu svæði, þar sem allar daglegar venjur eru foknar út í veður og vind. Í gegnum sögumanninn, Ellie, fær lesandinn að upplifa óttann sem þau upplifa en líka lífsviljann, sem birtist í öllum þeim hugmyndum sem vinahópurinn fær til að leggja sitt af mörkum í þessu óvænta stríði. Vináttan er sterk og ástin er aldrei langt undan.
Sterk persónusköpun höfundar fær lesandann til að hrífast með vinunum og upplifa í gegnum þau hvaða áhrif stríðið hefur á þau.